Sjálfbærni og umhverfisvernd eru kjarninn í öllu starfi SORPU og erum við stolt af þeim skrefum sem við höfum tekið í átt að hringrásarhagkerfi. Með öflugu samstarfi við íbúa höfuðborgarsvæðisins höfum við náð frábærum framförum við flokkun - og þá sérstaklega flokkun matarleifa.
Á hverjum degi vinnum við að því að innleiða sjálfbær gildi í alla þætti starfsemi okkar og stuðla þannig að betri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og samvinnuna sem gerir okkur kleift að halda áfram að bæta okkur og hafa jákvæð umhverfisleg áhrif á samfélag okkar.
Stjórnkerfi SORPU er vottað samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum, ISO 14001 umhverfisstaðli, ISO 45001 heilbrigðis- og öryggisstaðli og ÍST 85 jafnlaunastaðli. Framleiðsluvara SORPU, vistvæna eldsneytið metan, er vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum og gashreinsistöð SORPU er ATEX-vottuð samkvæmt kröfum í reglugerð um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum (Atex User Directive).
Þýðingarmiklir umhverfisþættir hafa verið skilgreindir fyrir starfsemi SORPU í heild og eru svo nánar útfærðir fyrir hverja starfsstöð ásamt upplýsingum um vöktun og stýringu þeirra. Þannig eru stöðugar umbætur í umhverfis- og gæðamálum tryggðar og lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Niðurstöður umhverfisvöktunar SORPU eru að finna í umhverfisskýrslu fyrirtækisins, hér að neðan.
Árið 2023 sýndi fram á áberandi framfarir í móttöku og meðhöndlun úrgangs hjá SORPU. Hér má sjá heildarmagn úrgangs sem fyrirtækið tók við á árinu, samanborið við fyrri ár. Þetta endurspeglar ekki endilega að minna magn úrgangs myndist í samfélaginu, heldur getur gefið vísbendingar um þróunina í endurnotkun og endurvinnslu
Endurnýtingarhlutfall er sá hluti þess úrgangs sem berst til SORPU sem komið er til endurnotkunar, endurvinnslu eða endurnýtingar. Það er þá úrgangur sem nýtist aftur með einhverjum hætti en fer ekki í förgun.”
SORPA fylgist náið með allri starfsemi sinni og áhrifum hennar á umhverfið. Auk niðurstaðna efnamælinga á frárennsli og útblæstri, sem birtar eru í umhverfisskýrslu, eru reglulega gerðar greiningar á samsetningu blandaðs úrgangs, sem gefur innsýn í þróun í magni mismunandi tegunda og árangur í flokkun til endurvinnslu.
Árlega framkvæmir SORPA samanburðarrannsóknir á samsetningu blandaðs úrgangs frá heimilum og frá rekstraraðilum - Húsasorpsrannsókn. Rannsókninni er m.a. ætlað að svara kröfum um rekjanleika úrgangs sem fer til urðunar, auk þess að vera liður í þróun aðferða og endurvinnslufarvega. Rannsóknin var fyrst framkvæmd árið 1993 og hefur verið gerð árlega frá árinu 1999. Rannsóknin er framkvæmd í nóvember ár hvert.
SORPA vann að mikilvægum umbótaverkefnum árið 2023 en hið umfangsmesta var innleiðing samræmds flokkunarkerfis og sérsöfnun matvæla á höfuðborgarsvæðinu. SORPA hélt utan um innleiðingu verkefnisins ásamt sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu en það fólst í að koma á sérsöfnun og flokkun heimila í fjóra úrgangsflokka; pappír og pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang, sem er lykilþáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfis hér á landi.
Með sérsöfnun á matarleifum var stigið stórt skref í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en fyrir hvert kíló af lífrænum úrgangi sem fer til GAJU, gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU, er samdráttur í losun upp á 0,79 kg CO2- ígildi miðað við urðun úrgangs.
Árangur verkefnisins er metinn af þróun í magntölum en einnig í því hverju íbúar henda eftir sem áður í blandaðan úrgang. Hér má finna samantekt á magntölum sveitarfélaganna í þessum fjórum úrgangsflokkum sem nú er safnað við heimili en einnig niðurstöður greiningar á samsetningu blandaðs úrgangs.
Niðurstöður húsasorprannsóknarinnar árið 2023 leiddu í ljós að enn er hægt að gera betur í flokkun á matarleifum, plasti og pappír, líkt og sjá má í töflunni hér að neðan. Um fjórðungur þess sem enn er hent eru matarleifar, sem ættu betur heima í þar til gerðum flokkunartunnum.
Jákvætt er þó að sjá hversu hratt hlutfall matarleifa minnkar í blönduðum úrgangi á milli áranna 2022 og 2023 eða um tæplega 20% - þennan árangur má rekja til innleiðingu á samræmdu flokkunarkerfi og sérsöfnun matarleifa.
Losun CO₂ ígilda í tonnum vegna starfsemi SORPU
2021 | |
1.375 | |
10,5 | |
51,1 | |
45,3 | |
111.547 | |
112.983 |
Losun vegna urðunar hefur verið áætluð í samstarfi við loftslagsteymi Umhverfisstofnunar út frá gögnum SORPU um magn og samsetningu úrgangs sem farið hefur til urðunar í Álfsnesi frá upphafi og að teknu tilliti til endurheimtar metans.
Tölur ársins 2022 hafa verið uppfærðar með nýjum útreikningum UST en frádráttur vegna metansöfnunar var ofáætlaður árið 2022. Stuðst er við 6. útgáfu loftslagsstuðla Umhverfisstofnunar sem birt var 29. janúar 2024.
Metan byrjar venjulega að myndast einu til tveimur árum eftir að úrgangur hefur verið urðaður. Urðunarstaðurinn getur náð metan fasanum á sex mánuðum til 5 árum en metanmyndunin getur varað í nokkur ár og jafnvel áratugi. Árangur þess að hætta að urða lífrænan úrgang sést því fyrst fyrir alvöru að nokkrum árum liðnum.