Byggðasamlagið SORPA annast meðhöndlun úrgangs og sinnir þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna sex sem að baki því standa.
Framtíðarsýn SORPU bs. er að stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins, leiða heildarsamræmingu úrgangsmála á starfssvæði sínu og tryggja þannig að málaflokkurinn sé til fyrirmyndar, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Höfuðmarkmið SORPU er að vera leiðarljós samfélagsins í úrgangsmálum og meðhöndla auðlindir af ábyrgð með sjálfbærni að markmiði.
Aðalstjórn byggðasamlagsins skipa sex fulltrúar, einn frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal sá vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Kjörtímabil stjórnarinnar eru tvö ár í senn, frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórna.
Varamenn | ||||
Magnea Gná Jóhannsdóttir | ||||
Sigrún Hulda Jónsdóttir | ||||
Kristinn Anderssen | ||||
Sigríður Hulda Jónsdóttir | ||||
Sævar Birgisson | ||||
Ragnhildur Jónsdóttir |
Dótturfyrirtæki SORPU er Metan ehf. sem vinnur að þróun á framleiðslu á íslensku metani og að stuðla að aukinni notkun þess á ökutæki, í stórflutninga og í iðnaði. Stjórnarmenn í Metan ehf. voru Jón Viggó Gunnarsson formaður, Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir og Valgeir Páll Björnsson. Hlutafé í Metan ehf. þann 31. desember 2023 var 47 milljónir króna.