Um SORPU

Byggðasamlagið SORPA annast meðhöndlun úrgangs og sinnir þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna sex sem að baki því standa.

Framtíðarsýn SORPU bs. er að stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins, leiða heildarsamræmingu úrgangsmála á starfssvæði sínu og tryggja þannig að málaflokkurinn sé til fyrirmyndar, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Höfuðmarkmið SORPU er að vera leiðarljós samfélagsins í úrgangsmálum og meðhöndla auðlindir af ábyrgð með sjálfbærni að markmiði.

Byggðasamlagið SORPA er í eigu:

Reykjavík
56,6 %
Kópavogur
16,0 %
Hafnarfjörður
12,4 %
Garðabær
6,7 %
Mosfellsbær
4,4 %
Seltjarnarnes
1,9 %

Stjórn

Aðalstjórn byggðasamlagsins skipa sex fulltrúar, einn frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal sá vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Kjörtímabil stjórnarinnar eru tvö ár í senn, frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórna.

Stjórn SORPU

Sveitarfélag Aðalmenn Varamenn
Reykjavík Árelía Eydís Guðmundsdóttir, varaformaður Magnea Gná Jóhannsdóttir
Kópavogur Orri Vignir Hlöðversson Sigrún Hulda Jónsdóttir
Hafnarfjörður Valdimar Víðisson, formaður Kristinn Anderssen
Garðabær Guðfinnur Sigurvinsson Sigríður Hulda Jónsdóttir
Mosfellsbær Aldís Stefánsdóttir Sævar Birgisson
Seltjarnarnes Svana Helen Björnsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir

Skipurit

Metan ehf.

Dótturfyrirtæki SORPU er Metan ehf. sem vinnur að þróun á framleiðslu á íslensku metani og að stuðla að aukinni notkun þess á ökutæki, í stórflutninga og í iðnaði. Stjórnarmenn í Metan ehf. voru Jón Viggó Gunnarsson formaður, Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir og Valgeir Páll Björnsson. Hlutafé í Metan ehf. þann 31. desember 2023 var 47 milljónir króna.